Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júní 2016 09:57
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Lars: Hodgson veitti mér innblástur
Icelandair
Lars kátur á æfingu liðsins.
Lars kátur á æfingu liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback var spurður út í sambandið sitt við Roy Hodgson en þeir hafa þekkst lengi.

Hodgson var þjálfari sænska liðsins Halmstads í fjögur ár og segir Lars hafa lært mikið af honum þar.

„Bob Houghton kom árið 74 og Hodgson kom 76. Þeir veittu mér innblástur og hjálpuðu mér mikið í sabmandi við æfingar. Þeir veittu mér innblástur. Það hefði verið heimskulegt að hlusta ekki á þá. Þeir hjálpuðu mér mikið á áttunda áratugnum."

Hann var svo spurður um hvað væri uppahalds leikurinn hans gegn Englandi á ferlinum.

„Fyrst þegar við spiluðum við þá var það í Stokkhólmi í undankeppni EM 2000. Þeir komust yfir en við náðum að koma til baka og vinna 2-1. Það var sérstakt."

Lagerback var svo spurður út í hvort það gæti haft áhrif á leikmenn og þjálfara Englands að það voru kosningar þar í landi í gær þar sem England sagði sig úr Evrópusambandinu.

„Ég þekki ekki leikmennina en ég þekki Roy og hann mun ekki láta þetta trufla sig og hann mun sjá til þess að þetta trufli ekki leikmennina," sagði Lagerback.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner