Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. júní 2016 09:40
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Lars: Stórt með Svíþjóð og Nígeríu en þetta er enn stærra
Icelandair
Lagerback og Heimir á æfingu.
Lagerback og Heimir á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback talaði við fréttamenn í dag en haldinn var fréttamananfundur fyrir leikinn gegn Englandi á mánudaginn.

Hann segir andann á hótelinu hafa verið aðeins öðruvísi eftir leikinn gegn Austurríki en aðra leiki.

„Þeir áttu rólegan dag í gær en í dag byrjum við aftur og fókusum á að gera okkur tilbúna fyrir England."

„Þetta var aðeins öðruvísi en eftir aðra leiki. Þetta var rólegra, við erum búnir að spila þrjá leiki og allir hafa unnið mjög mikið. Ég sá þá ekki mikið á hótelinu í gær þar sem þeir voru ennþá að jafna sig."

Hann talaði síðan um að honum þótti sérstakt að komast svona langt með Ísland og af mörgu leyti betra en það sem hann hafi náð með öðrum landsliðum áður.

„Þetta er búið að vera sérstakt með Íslandi og hvernig við höfum unnið og þróast er frábært. Það var sórt að komast með Svíþjóð og Nígeru á stórmót en þetta er enn stærra og að fá svona stuðning frá Íslandi er rosalegt. Ég er með sterk sambönd við leikmenn og stuðningsmenn. Það var frábært að fá svona mikið af stuðningsmönnum til Frakklands," sagði Lars.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner