Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. júní 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
„Leiðinlegt hvað fáir Íslendingar náðu að kaupa miða"
Icelandair
10 þúsund Íslendingar mættu gegn Austurríki.
10 þúsund Íslendingar mættu gegn Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útlit er fyrir að einungis 3000 Íslendingar verði á vellinum á mánudag þegar Ísland og England mætast í 16-liða úrslitum á EM.

Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice, en sá völlur tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr, en hann var opnaður í september 2013.

„Að sjálfsögðu er leiðinlegt hvað fáir Íslendingar náðu að kaupa miða en vonandi verður þetta góður hópur Íslendinga á vellinum," sagði Theodór Elmar Bjarnason á fréttamannafundi í dag.

Elmar var spurður að því hvort margir hafi verið að óska eftir að fá miða hjá honum.

„Það var pínu áreiti en ég er bara með minn fjölda af miða. Mitt fólk sem er hérna fær miða. Aðrir verða því miður að bjarga sjálfum sér," sagði Elmar.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner