Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. júní 2016 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Mirror 
Mirror: James leyft að fara til Man. Utd fyrir 50 milljónir
Er James á leið í enska boltann?
Er James á leið í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur verið greint frá því að félagið geti keypt James Rodriguez frá Real Madrid í sumar.

Þetta segir í frétt Mirror

Rodriguez var keyptur til Real Madrid eftir HM í Brasilíu fyrir 56 milljónir punda, en Man. Utd gæti fengið hann fyrir 50 milljónir punda.

Samkvæmt fréttum á Spáni er Rodriguez búinn að setja húsið sitt í Madríd á sölu, en framtíð hans hjá spænska stórveldinu er í óvissu.

Rodriguez missti sæti sitt í byrjunarliðinu hjá Real á síðasta tímabili og Man. Utd er tilbúið að gefa honum byrjunarliðssæti.

Kólumbíumaðurinn er með sama umboðsmann og nýráðinn stjóri Untied, Jose Mourinho, og því gæti allt farið af stað þegar Copa America er búið.
Athugasemdir
banner
banner
banner