fös 24. júní 2016 08:24
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mourinho ætlar að leggja áherslu á að fá Pogba
Powerade
Paul Pogba fagnar með Giroud.
Paul Pogba fagnar með Giroud.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að skemmtilegasta tíma dagsins, slúðurtímanum.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United ætlar að leggja megin áherslu á að fá Paul Pogba í félagsskiptaglugganum. (Manchester Evening News)

Borussia Dortmund vill fá um 30 milljónir punda fyrir Henrikh Mkhitaryan en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Kicker)

Liverpool hefur neitað 8 milljón punda tilboði frá Swansea í Joe Allen en hann fór einmitt frá Swansea yfir til Liverpool fyrir fjórum árum (Daily Mirror)

Liverpool gæti keypt Sadio Mane, leikmann Southampton fyrir 30 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Claude Puel, fyrrum þjálfari Nice er talinn líklegastur til að taka við Southampton. (Daily Telegraph)

Arsene Wenger virðir þá ákvörðun hjá Jamie Vardy að vera áfram hjá Leicester en hann segir að N'Golo Kante gæti samt sem áður farið frá félaginu. (Bein Sports)

Manchester City eru líklegastir til að fá Ante Coric, 19 ára Króata sem er partur af landsliðshóp Króata á EM. (Daily Mail)

Samir Nasri mun spjalla við Pep Guardiola í næstu viku og tjá honum það að hann vilji vera áfram hjá félaginu. (The Sun)

Watford hefur boðið Troy Deeney nýjan samning eftir að hafa neitað 25 milljóna punda tilboði frá Leicester. (Watford Observer)

Sunderland eru í viðræðum við Rubin Kazan um að fá Yann M'Villa sem var á láni hjá enska liðinu á síðustu leiktíð. (Sunderland Echo)

West Ham á í viðræðum við Besiktas um að fá Gokhan Tore lánaðan í eitt tímabil með því fyrir augum að kaupa hann tímabilið eftir (Sky Sports)

Oxford vill 3 milljónir fyrir Kemar Roofe sem hefur verið orðaður við Leeds United. (Oxford Mail)

Á sama tíma ætlar Guardiola að leggja áherslu á að fá John Stones, varnarmann Everton. (Marca)

Athugasemdir
banner
banner
banner