Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júní 2016 09:30
Magnús Már Einarsson
Mynd af chihuahua að elta nashyrning hjálpar landsliðinu
Icelandair
Mynd: Af netinu
Theodór Elmar Bjarnason segir að meðal þess sem hafi hjálpað íslenska landsliðinu að gíra sig í leiki á EM sé mynd af Chihuahua hundi sem er að elta nashyrning.

Lars Lagerback, greindi frá ummælum Einstein, sem hafa verið notuð á liðsfundum Íslands í Frakklandi. Elmar talaði líka um þau sem og mynd af smáhundi.

„Við erum með mynd af Chihua hund að elta nashyrning. Það er ekki eins og við séum Chihuahua, þetta er bara fyndin mynd sem stendur upp úr," sagði Elmar.

„England er með mjög sterkt lið núna. Einstaklingarnir í liðinu eru sterkari en þeir hafa haft í langan tíma."

Sjá einnig:
Lagerback notar Einstein til að koma liðinu í réttan gír

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner