Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júní 2016 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nolito ekki búinn að ræða við Guardiola
Nolito er líklega á leið til Man. City
Nolito er líklega á leið til Man. City
Mynd: Getty Images
Hinn spænski Nolito segist eiga eftir að ræða við Pep Guardiola um mögulega félagsskipti til Manchester City.

Eins og við höfum greint frá áður þá hefur City mikinn áhuga á því að fá Noltio til liðsins og er tilbúið að borga riftunarverð í samningi hans.

Nolito segist þó ekkert hafa rætt við Guardiola og City, en hann er að einbeita sér að EM með Spáni.

„Við munum sjá hvað gerist með framtíð mína, en ég kvarta alls ekki yfir því hvernig hlutirnir hafa verið að ganga inn á vellinum," sagði Nolito.

„Í augnabliknu er ég ekki búinn að semja við City, ég lýg ekki um það - við munum sjá hvað gerist."

Nolito var síðan spurður út í það hvort hann hefði rætt við Pep Guardiola, sem tekur við City seinna í sumar.

„Nei. Í lífinu verðurðu að vera hugrakkur og taka ákvarðanir. Ég helga mér fótbolta og það ástríða mín."
Athugasemdir
banner