fös 24. júní 2016 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Fjölnismenn í stuði - Markalaust í Kópavogi
Þórir Guðjóns skoraði tvisvar
Þórir Guðjóns skoraði tvisvar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn fengu ekki mikið fyrir peninginn á Kópavogsvelli
Stuðningsmenn fengu ekki mikið fyrir peninginn á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla var að ljúka, en Fjölnismenn voru aldeilis í stuði í sínum leik.

Þeir mættu Þrótti sem hefur verið í vandræðum upp á síðkastið og þau vandræði héldu áfram í kvöld.

Fjölnir náði forystunni þegar Birnir Snær Ingason skoraði stórglæsilegt mark undir lok fyrri hálfleiks, en aðeins mínútu eftir það mark skoraði hann aftur, 2-0 í hálfleik.

Fjölnismenn héldu áfram að skora í seinni hálfleik. Fyrst var það Martin Lund Pedersen og svo var það Þórir Guðjónsson sem skoraði tvö, en annað þeirra kom úr víti sem Þróttarar voru ekki sáttir með.

5-0 sigur Fjölnis niðurstaðan í þessum leik, en varnarleikur Þróttara var skelfilegur. Fjölnir heldur í við FH á toppnum og eru með 19 stig, aðeins einu stigi minna en FH-ingar. Þróttarar eru hins vegar næstneðstir með sjö stig.

Í hinum leiknum mættust Breiðablik og Valur, en til að langa sögu stutta var þetta steindautt jafntefli.

„Jafntefli sanngjörn úrslit í annars steindauðum leik. Jafnvel of mikið að segja að hann hafi verið bragðdaufur, kannski smá eftirbragð, veit það ekki, en lítið sem kitlaði bragðlaukana að minnsta kosti," sagði Arnar Ingi Ingason í textalýsingunni hjá Fótbolti.net.

Fjölnir 5 - 0 Þróttur R.
0-1 Birnir Snær Ingason ('39)
0-2 Birnir Snær Ingason ('40)
0-3 Martin Lund Pedersen ('62)
0-4 Þórir Guðjónsson ('71, víti)
0-5 Þórir Guðjónsson ('73)
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik 0 - 0 Valur
Lestu nánar um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner