banner
   fös 24. júní 2016 10:47
Magnús Már Einarsson
PSV samþykkir tilboð Bröndby í Hjört
Hjörtur á æfingu með íslenska landsliðinu í Frakklandi.
Hjörtur á æfingu með íslenska landsliðinu í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Samkvæmt fréttum frá Danmörku þá hefur PSV Eindhoven samþykkt tilboð Bröndby í varnarmanninn Hjört Hermannsson.

Hjörtur er í augnablikinu með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi.

Hinn 21 árs gamli Hjörtur hefur verið undanfarna mánuði á láni hjá IFK Gautaborg í Svíþjóð.

PSV hefur nú samþykkt að selja Hjört en leikmaðurinn á sjálfur eftir að semja um kaup og kjör.

Bröndby endaði í 4. sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en liðið mætir Val í Evrópudeildinni í næstu viku.

Athugasemdir
banner
banner
banner