Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. júní 2016 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Tilboði Tottenham í Janssen hafnað
Janssen hér í leik með AZ
Janssen hér í leik með AZ
Mynd: Getty Images
Hollenska félagið AZ Alkmaar hefur hafnað tilboði frá Tottenham í sóknarmanninn Vincent Janssen.

Hinn 21 árs gamli Janssen var markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili með 27 mörk.

Alkmaar vill fá 16 milljónir punda fyrir hann, en Tottenham bauð aðeins 11 milljónir og því var tilboðinu hafnað.

„Munurinn á tilboðinu og verðinu sem við viljum fá fyrir hann var of mikill," sagði Max Huiberts hjá AZ Alkmaar.

„Ég heyrt margar sögusagnir og fengið símtöl frá öðrum liðum, en ekkert annað formlegt tilboð hefur borist."

Huiberts greindi einnig frá því að Janssen hefði ásamt umboðsmanni sínum heimsótt Lundúnir, en hann hefði einnig rætt við þýska félagið Wolfsburg.
Athugasemdir
banner
banner