fös 24. júní 2016 13:07
Jóhann Ingi Hafþórsson
Annecy
Salan á íslensku treyjunni búin að aukast um 1800%
Icelandair
Gylfi í treyjunni vinsælu.
Gylfi í treyjunni vinsælu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unisport er stærsti stöluaðili knattspyrnuvarnings á norðurlöndunum.

Þeir selja m.a treyjur frá liðunum sem spila á EM. Nú hafa þeir birt lista yfir þær treyjur sem hafa selst mest síðan að mótið hófst.

Þar kemur í ljós að sölur á íslensku treyjunni hefur aukist um 1800% síðan að mótið hófst.

Gott gengi Íslands á mótinu spilar þá stórt og er fólk um allan heim byrjað að styðja okkar menn.

Treyjan er ein af tíu mest seldu treyjunum á EM og aðeins á eftir stóru þjóðunum eins og Frakklandi og Englandi.

„Við gefðum getað selt mikið fleiri íslenskar reyjur ef þær hefðu verið til. Þær eru orðnar gríðarlega vinsælar," var sagt í yfirlýsingu frá danska fyrirtækinu.

10 vinsælustu treyjurnar á EM
1. Frakkland
2. Þýskaland
3. Svíþjóð
4. Ítalía
5. Portúgal
6. Spánn
7. Ísland
8. Belgía
9. England
10. Tyrkland

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner