Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júní 2016 12:30
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Heimasíða Victor Wanyama 
Wanyama: Ég á eftir að sakna Southampton
Mættur til Lundúna
Mættur til Lundúna
Mynd: Getty Images
Victor Wanyama gekk til liðs við Tottenham í gær en hann kemur til Lundúnarliðsins frá Southampton.

Wanyama sendi stuðningsmönnum Dýrlinganna hjartnæma kveðju á heimasíðu sinni áður en tilkynnt var um félagaskiptin í gær þar sem hann talar hlýlega til allra sem koma nálægt Southampton.

„Það er tilfinningarík stund fyrir mig að kveðja félagið sem gaf mér tækifæri til að vera fyrsti Kenýamaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni."

„Fyrst af öllu vil ég þakka mikilvægasta hluta hvers félags, stuðningsmennina. Ég vil koma því á framfæri að margt af því sem þið hafið þurft að lesa um mig í fjölmiðlum er ekki satt. Það tók tíma fyrir mig að vinna ykkur á mitt band en þökk sé ykkar stuðningi hef ég vaxið, bæði sem leikmaður og persóna,"

„Ég mun aldrei gleyma tíma mínum hjá Southampton. Þetta félag verður í hjarta mínu að eilífu,"
er meðal þess sem kemur fram í færslu Wanyama sem lesa má í heild sinni með því að smella á tengilinn fyrir ofan fréttina.

Wanyama gerði fimm ára samning við Tottenham en þessi 24 ára gamli miðjumaður kom til Southampton frá Celtic árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner