Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. júní 2017 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Afturelding með langþráðan sigur - Njarðvík á toppnum
Kristófer Örn skoraði tvö fyrir Aftureldingu.
Kristófer Örn skoraði tvö fyrir Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það voru tveir leikir í 2. deild karla í dag og þeim er báðum lokið.

Afturelding vann frekar langþráðan sigur gegn Hetti. Fyrir leikinn hafði Afturelding tapað þremur leikjum í röð og fallið í töflunni.

Þeir mættu til leiks gegn Hetti og unnu 3-0. Kristófer Örn Jónsson gerði fyrstu tvö mörkin og það þriðja gerði Steinar Ægisson.

Fyrir vestan var svo toppslagur þar sem Vestri mætti Njarðvík.

Þar höfðu gestirnir betur, 4-2. Njarðvík er á toppi deildarinnar með 17 stig , en Vestri er með fjórum stigum minna í 3. sætinu.

Höttur 0 - 3 Afturelding
0-1 Kristófer Örn Jónsson ('26)
0-2 Kristófer Örn Jónsson ('53)
0-3 Steinar Ægisson ('87)

Vestri 2 - 4 Njarðvík
0-1 Sjálfsmark ('20)
0-2 Andri Fannar Freysson ('35)
1-2 Aurelien Norest ('61)
1-3 Arnar Helgi Magnússon ('66)
1-4 Krystian Wiktorowicz ('90)
2-4 Þórður Gunnar Hafþórsson ('90)
Athugasemdir
banner
banner