lau 24. júní 2017 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Vængir halda toppsætinu - Jafnt á Vopnafirði
Todor Hristov gerði mark Einherja.
Todor Hristov gerði mark Einherja.
Mynd: Jósep H Jósepsson
Tveir leikir voru að klárast í 3. deild karla.

Einherji, sem byrjaði tímabilið ótrúlega vel, fékk Kára frá Akranesi í heimsókn. Kári er í toppbaráttu og ætlar sér upp.

Úr varð hörkuleikur, en að lokum var niðurstðaan 1-1 jafntefli. Einherji komst yfir að stundarfjórðungi loknum, en þegar lítið var eftir jafnaði Óliver Bergmann fyrir gestina.

Kári er í öðru sæti á eftir Vængjum Júpiters, sem eru með 18 stig. Vængir lentu í kröppum dansi gegn Dalvík/Reyni í dag.

Staðan í hálfleik var 2-2, en í seinni hálfleiknum náðu Vængir að knýja fram góðan sigur, lokatölur 4-2 fyrir norðan.

Einherji 1 - 1 Kári
1-0 Todor Hristov ('15)
1-1 Óliver Darri Bergmann Jónsson ('86)

Dalvík/Reynir 2 - 4 Vængir Júpiters
0-1 Tryggvi Magnússon ('3)
1-1 Ingvar Gylfason ('10, víti)
1-2 Geir Kristinsson ('28)
2-2 Pálmi Heiðmann Birgisson ('45)
2-3 Marinó Þór Jakobsson ('56)
2-4 Alexander Bjarki Rúnarsson ('88)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner