Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 24. júní 2017 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álfukeppnin: Portúgal vinnur A-riðil - Rússar úr leik
Ronaldo fagnar marki sínu í dag.
Ronaldo fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Nú er keppni lokið í A-riðli Álfukeppninnar.

Heimamenn í Rússlandi fara ekki lengra í þessari keppni, en þeir mættu Mexíkó í dag. Ekkert annað en sigur dugði Rússum.

Leikurinn byrjaði reyndar vel fyrir þá þar sem Aleksandr Samedov skoraði á 25. mínútu. Forysta Rússa entist ekki lengi því Nestor Araujo jafnaði fimm mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum skoraði Hirving Lozano snemma og það reyndist sigurmarkið. Yuri Zhirkov, fyrrum leikmaður Chelsea, fékk rauða spjaldið á 68. mínútu og eftir það var erfitt fyrir Rússa að koma til baka í leiknum. Mexíkó landaði sigrinum.

Mexíkó endar í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgal sem rústaði Nýja-Sjálandi í dag, 4-0. Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu og síðan bættu Bernardo Silva, Andre Silva og Nani við.

Lokatölur 4-0 og það er Portúgal sem vinnur riðilinn. Ronaldo spilaði rúman klukkutíma í þessum leik.

Mexíkó 2 - 1 Rússland
0-1 Aleksandr Samedov ('25)
1-1 Nestor Araujo ('30)
2-1 Hirving Lozano ('53)
Rautt spjald: Yuri Zhirkov, Rússland ('68)

Nýja-Sjáland 0 - 4 Portúgal
0-1 Cristiano Ronaldo ('33, víti)
0-2 Bernardo Silva ('37)
0-3 Andre Silva ('80)
0-4 Nani ('90)

Lokastaðan í A-riðli:
1. Portúgal - 7 stig
2. Mexíkó - 7 stig
3. Rússland - 3 stig
4. Nýja-Sjáland - 0 stig
Athugasemdir
banner
banner