Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 24. júní 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola pirraður á eltingarleiknum við Kyle Walker
Fer Walker til Manchester City?
Fer Walker til Manchester City?
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er að verða pirraður á eltingarleiknum við Kyle Walker, bakvörð Tottenham.

Það er Daily Mail sem greinir frá þessu.

Félögin hafa rætt saman um enska landsliðsmaninn, en það munar 10 milljónum punda á því sem Tottenham vill fá fyrir hann og á því sem Manchester City er tilbúið að borga fyrir hann.

City hefur boðið 40 milljónir punda fyrir Walker, en Tottenham vill fá nær 50 milljónum punda fyrir hann.

Man City hefur aldeilis verslað hingað til í sumar, en þeir hafa hingað til keypt Bernardo Silva og markvörðinn Ederson á háar fjárhærðir.

Guardiola er hins vegar hvergi nærri hættur og hann vill fá Walker. Hann vonast til þess að samkomulag náist í næstu viku.

Ef samkomulag næst ekki, þá er Dani Alves næstur á listanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner