Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. júní 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jagielka í skýjunum með að Everton sé að versla
Jagielkar er kátur með nýju leikmennina.
Jagielkar er kátur með nýju leikmennina.
Mynd: Getty Images
Phil Jagielka, fyrirliði Everton, er í skýjunum með þá leikmenn sem Everton hefur keypt í sumar og hann býst við því að félagið muni gera fleiri hluti á leikmannamarkaðnum á næstu vikum.

Everton mun taka þátt í Evróudeildinni á næstu leiktíð og Ronald Koeman, stjóri Everton, ætlar að mæta þar með öflugt lið.

Koeman og hans menn hafa gengið frá kaupum á markverðinum Jordan Pickford og miðjumanninum Davy Klaasen, en þeir skrifuðu báðir undir fimm ára samninga á Goodison Park.

„Það er gott að klára nokkur kaup," sagði Jagielka. „Við erum að fara í Evrópukeppni þannig að við þurfum stærri hóp.

„Ég er viss um að það muni fleiri leikmenn koma og fara áður en félagsskiptaglugginn lokar, en það er gott að sjá að við séum búnir að kaupa nokkra leikmenn. Við erum líka búnir að fá nokkra unga stráka upp á framtíðina, sem er frábært."
Athugasemdir
banner
banner
banner