lau 24. júní 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kaupin á Salah færa Liverpool skrefi nær titlinum"
Salah er mættur til Liverpool.
Salah er mættur til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Patrick Berger, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Mohamed Salah sé akkúrat þannig leikmaður sem Liverpool á að kaupa.

Salah, sem leikur yfirleitt sem kantmaður, var keyptur til Liverpool frá Roma á 34 milljónir punda á fimmtudag.

Berger telur að kaupin á Salah muni færa Liverpool skrefi nær Englandsmeistaratitlinum. Berger segir að félagið þurfi að kaupa fleiri leikmenn eins og Salah ef þeir ætla sér að eiga möguleika í titilbaráttunni á næsta tímabili.

„Hann er góður leikmaður, tæknilega er hann mjög góður, fljótur, hann getur skorað mörk, skapað mörk. Hann sannaði það á síðasti ári á Ítalíu," sagði Berger við Omnisport.

„Hann hefur áður spilað í ensku úrvalsdeildinni og veit við hverju á að búast. Ég tel að hann sé betri leikmaður en hann var þegar hann var síðast í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er frábær viðbót við hópinn."

Eins og áður segir þá telur Berger að Liverpool sé nú skrefi nær titlinum en áður.

„Ég tel að þeir séu komnir nálægt. Ef þeir geta bætt við sig nokkrum leikmönnum í viðbót þá geta þeir barist um titilinn."
Athugasemdir
banner
banner