banner
   lau 24. júní 2017 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manolas hafnar Inter og ætlar til Rússlands
Manolas ætlar í rússneska boltann.
Manolas ætlar í rússneska boltann.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn sterki Kostas Manolas hefur náð samkomulagi við Roberto Mancini og félaga í Zenit frá Pétursborg, en það er Goal sem greinir frá þessum fréttum.

Þessi gríski landsliðsmaður er mjög nálægt því að skrifa undir fimm ára samning við Zenit.

Manolas hefur leikið með Roma undanfarin ár, en nú ætlar hann að prófa eitthvað nýtt. Hann var með tilboð frá Inter Milan, en hann ætlar frekar að fara til Rússlands.

Inter þarf að bíða með það að kaupa Manolas, en hann vill ekki bíða. Það að Luciano Spalletti hafi á dögunum tekið við Inter kemur líka í veg fyrir kaupin þar sem hann vill frekar fá Antonio Rüdiger, sem er á mála hjá Roma, líkt og Manolas.

Talið er að Zenit þurfi að borga 40 milljónir evra fyrir Manolas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner