Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. júní 2017 18:56
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi-deildin: Arnór lagði upp þrjú í sigri KR
Jafntefli hjá Stjörnunni og ÍA
Arnór Sveinn lagði upp þrjú mörk
Arnór Sveinn lagði upp þrjú mörk
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveir leikir voru að klárast í 9. umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður KR lagði upp þrjú mörk í sigri KR á KA.

KR vann 3-2 sigur á KA á Akureyri. Tobias Thomsen kom KR yfir áður en Kennie Chopart setti annað markið en Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn. Óskar Örn Hauksson kom með þriðja mark KR. Elfar Árni minnkaði muninn undir lokin en lengra komst KA ekki og lokatölur því 3-2 fyrir KR.

KR fer upp í 7. sæti með 11 stig en KA er í fjórða sæti með 12 stig.

Stjarnan og ÍA gerðu 2-2 jafntefli. Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni yfir áður en Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði undir lok fyrri hálfleiks.

Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir í byrjun þess síðari en Arnar Már Guðjónsson sá til þess að ÍA myndi ná stigi með marki undir lokin. Lokatölur 2-2 en Stjarnan er í þriðja sæti með 14 stig en ÍA með 8 stig í næst neðsta sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Stjarnan 2 - 2 ÍA
1-0 Guðjón Baldvinsson ('22 )
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('43 )
2-1 Hilmar Árni Halldórsson ('49 )
2-2 Arnar Már Guðjónsson ('85 )
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

KA 2 - 3 KR
0-1 Tobias Thomsen ('2 )
0-2 Kennie Chopart ('15 )
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('54, víti )
1-3 Óskar Örn Hauksson ('60 )
2-3 Elfar Árni Aðalsteinsson ('85 )
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner