Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. júní 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umboðsmaður: Messi hefði getað farið til Real Madrid
Messi ásamt fjölskyldu sinni.
Messi ásamt fjölskyldu sinni.
Mynd: Getty Images
Þegar Lionel Messi var 13 ára gamall þá hefði hann getað farið til Real Madrid í stað Barcelona, en þetta segir maðurinn sem sá til þess að hann fékk að spreyta sig hjá Barcelona.

Messi, sem hefur fimm sinnum verið valinn besti leikmaður heims, fór til Bacelona árið 2001 og með hjálp frá Horacio Gaggioli, þá fékk hann að sýna sig og sanna í Katalóníu.

„Ég ákvað að flytja til Barcelona og ég fékk hann til Barca á reynslu. En ég var næstum því fluttur til Madríd," sagði umboðsmaðurinn við Globoesporte.

„Ef það hefði gerst, þá hefði ég farið með hann til Real Madrid á reynslu. Svona er lífið."

Messi er einn besti fótboltamaður sögunnar, en það er áhugavert að velta því fyrir sér sem hefði getað orðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner