Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. júní 2018 17:27
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið Póllands og Kólumbíu: James Rodriguez byrjar
James Rodriguez kemur inn í byrjunarliðið.
James Rodriguez kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Getty Images
Lokaleikur dagsins á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi er viðureign Póllands og Kólumbíu en liðin leika í H-riðli, flautað verður til leiks klukkan 18:00.

Það er ljóst að mikið er undir í leiknum á eftir því bæði liðin eru stigalaus eftir fyrstu umferðina, Japan og Senegal skildu jöfn fyrr í dag og eru jöfn að stigum með fjögur stig.

Adam Nawalka landsliðsþjálfari Póllands gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá tapleiknum gegn Senegal. Þeir Jan Bednarek, Bartosz Bereszynski og Dawid Kownacki koma inn í liðið.

Landsliðþjálfari Kólumbíu gerir einnig breytingar, James Rodriguez var ekki í byrjunarliðinu í síðasta leik og hann kemur inn í liðið ásamt Yerry Mina, Wilmar Barrious og Abel Aguilar.

Byrjunarlið Póllands: Szczesny, Pazdan, Bednarek, Bereszynski, Piszczek, Goralski, Krychowiak, Rybus, Zielinski, Lewandowski, Kownacki.

Varamenn: Jedrzejczyk, Cionek, Milik, Linetty, Grosicki, Bialkowski, Teodorczyk, Glik, Blaszczykowski, Peszko, Kurzawa, Fabianski.

Byrjunarlið Kólumbíu: Ospina, Arias, Mina, Mojica, Sanchez, Barrios, Aguilar, Rodriguez, Cuadrado, Quintero, Falcao.

Varamenn: Zapata, Murillo, Bacca, Vargas, Muriel, Uribe, Lerma, Diaz, Borja, Izquierdo, Cuadrado.
Athugasemdir
banner
banner
banner