Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 24. júní 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Emil: Heimir útskýrði þetta fyrir mér
Icelandair
Emil í leiknum gegn Argentínu.
Emil í leiknum gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson fékk að vita það nokkrum dögum fyrir leikinn gegn Nígeríu að hann yrði á bekknum þar. Emil átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu en mátti sætta sig við sæti á bekknum gegn Nígeríu þar sem Ísland skipti yfir í 4-4-2. Heimir Hallgrímsson ræddi við hann um ákvörðunina.

„Hann kom til mín og ræddi þetta. Ég man ekki hvað mörgum dögum það var fyrir leik. Hann útskýrði þetta fyrir mér, að þetta væri taktísk bretyting. Það var ekkert við því að segja," sagði Emil á fréttamannafundi í dag.

„Ég hugsaði að vera klár ef kallið myndi koma af bekknum. Svona gengur og gerist í fótbolta. Stundum spilar maður og stundum ekki. Þetta er spurning um að vera klár þegar kallið kemur og nýta sénsana sem maður fær. Það getur komið fyrir hvern sem er að vera á bekknum."

Emil var spurður út í hvernig það hefði verið að fara á bekkinn í þessum mikilvæga leik.

„Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vear á bekknum. Það skiptir ekki máli hvenær og var það er. Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um taktík og fara í tvo framherja. Ég þurfti að vera klár ef þess þyrfti og vera klár í næsta leik. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum," sagði Emil.
Athugasemdir
banner
banner
banner