Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. júní 2018 12:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Grétar skoraði í sigri gegn Pape og félögum
Grétar Snær Gunnarsson.
Grétar Snær Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson var á skotskónum þegar HB, undir stjórn Heimis Guðjónssonar, sigraði TB/FCS/Royn í færeysku úrvalsdeildinni í gær, laugardag.

Grétar Snær er á láni hjá HB frá FH en hann kom HB í 2-1 stuttu fyrir leikhlé.

Í seinni hálfleik bætti HB við tveimur mörkum og gekk frá leiknum, lokatölur 4-1.

HB tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í mars en hefur ekki tapað fótboltaleik síðan þá. Í öllum keppnum hefur liðið farið í gegnum 17 leiki án þess að tapa. HB hefur unnið síðustu 16 leiki sína.

Sjá einnig:
Þarf að fara 17 ár aftur í tímann til að finna svipaðan árangur

Sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye gekk á dögunum í raðir TB/FCS/Royn eftir að hafa spilað með Víking Ólafsvík fyrr í sumar. Pape spilaði allan leikinn í fremstu víglínu í gær, hans fyrsti leikur í Færeyjum.

HB er á toppi færeysku úrvalsdeildarinnar með 40 stig úr 15 leikjum, en TB/FCS/Royn er í áttunda sæti af 10 liðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner