sun 24. júní 2018 19:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ighalo um leikinn gegn Argentínu: Þetta verður stríð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður mikið undir þegar Nígería og Argentína mætast í lokaumferð D-riðils á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi á þriðjudaginn.

Sigri Nígería fara þeir áfram í 16-liða úrslitin ásamt Króatíu sem er komið áfram. Argentína þarf hins vegar að vinna leikinn og treysta á að Ísland tapi fyrir Króatíu, Argentína gæti þó einnig farið áfram þrátt fyrir að Íslandi vinni Króatíu en þá mun markatalan skera úr um það hvort liðið fer áfram.

„Þetta mun vera algjört stríð, þetta er algjör úrslitaleik fyrir þá (Argentínu) vegna þess að þeir þurfa að vinna," sagði Odion Ighalo leikmaður Nígeríu.

„Þeir munu fjölmenna í sóknina og reyna allt til að ná í sigur," sagði Ighalo sem telur Nígeríu eiga góðan möguleika á að fara áfram.

„Ég á von á mjög erfiðum leik en ég tel möguleikann nokkuð góðan á að fara áfram."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner