Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 24. júní 2018 14:30
Arnar Daði Arnarsson
Kári: Vorum með plan B en það gekk bara ekki nægilega vel upp
Icelandair
Kári í leiknum gegn Nígeríu.
Kári í leiknum gegn Nígeríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við töpuðum leiknum svo, auðvitað er hægt að gera eitthvað betur. Auðvitað erum við með plan B, við erum með ákveðnar færslur sem við tökum þegar við þurfum að sækja mark. Það sem gerist er að skipulagið riðlast full mikið, afhverju veit ég ekki en það gerir það," sagði Kári Árnason varnarmaður íslenska landsliðsins sem var spurður að því á fréttamannafundi í morgun hvort landsliðið hafi verið með plan B eftir að þeir lentu undir í leiknum gegn Nígeríu á föstudaginn.

„Við vorum alveg með þetta lið, þeir eiga ekki skot á markið í fyrri hálfleik við skulum ekki gleyma því. Fólk talar svolítið eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er enginn í liðinu sem hugsar þannig, ekki einn maður. Við hugsum; við getum unnið Nígeríu og við ætluðum okkur að vinna Nígeríu en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta og við erum underdog í þessum leik. Við höldum ekki að við séum það góðir að við getum mætt í leikinn og rústað Nígeríu og síðan bara tökum við Króatíu í næsta leik. Það er ekki þannig."

Kári segir að leikskipulagið í fyrri hálfleik hafi verið frábært og ef Ísland hefði komist yfir í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn þróast töluvert öðruvísi.

„Það sem gerist svo er að þeir ná skyndisókn eftir okkar eigið fast leikatriði sem má ekki gerast. Eftir það setur það okkur kannski úr jafnvægi eða ekki en þá riðlast leikurinn og það átti ekki að gerast."

„Við erum alltaf með plan B en það gekk bara ekki nægilega vel upp. Við höfum kannski fá svör þegar þeir byrja að reyna draga okkur framar og beita fleiri skyndisóknum og kannski héldum við ekki nægilega vel í þá. Afhverju það var, veit ég ekki alveg," sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner
banner