Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júní 2018 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristianstad vann toppliðið - Gunnhildur í tapliði Chicago
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin Limhamn Bunkeflo 07 og Kristianstad unnu sína leiki í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag.

Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir spiluðu allan leikinn þegar LB 07 sigraði Vaxjö í hörkuleik. Sigurmark LB 07 og eina mark leiksins kom á 87. mínútu.

Í Kristianstad sigraði Íslendingaliðið gegn toppliði Piteå. Frábær sigur hjá Kristianstad en hin 24 ára gamla Amanda Edgren gerði bæði mörk liðsins í leiknum.

Sif Atladóttir spilaði allan leikinn í vörn Kristianstad, Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins. Aðstoðarþjálfari er Björn Sigurbjörnsson.

Kristianstad er í þriðja sæti með 15 stig, en á morgun geta Glódís Perla Viggósdóttir og hennar stöllur komist á toppinn með sigri á Linköping, þökk sé Kristianstad.

Tap hjá Gunnhildi í Chicago
Í Bandaríkjunum spilaði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir allan leikinn með Utah Royals er liðið tapaði 2-0 fyrir Chicago Red Stars.

Gunnhildur Yrsa er í lykilhlutverki hjá Utah sem er í sjötta sæti af níu liðum með 17 stig eftir 12 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner