Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júní 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Lovren staðráðinn í að vinna Ísland
Lovren í baráttu við Alfreð Finnbogason á Laugardalsvelli í fyrra.
Lovren í baráttu við Alfreð Finnbogason á Laugardalsvelli í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dejan Lovren, varnarmaður Króatíu, segir ekkert annað en sigur koma til greina gegn Íslandi á þriðjudaginn.

Króatar eru komnir áfram í 16-liða úrslit en þeir vilja klára riðilinn með fullt hús stiga. Ísland verður hins vegar að vinna Króatíu til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

„Leikurinn gegn Íslandi? Markmið okkar er klárt: Klára riðilinn með níu stig," sagði Lovren.

Króatar ætla að hvíla marga leikmenn gegn Íslandi og óvíst er hvort Lovren verði á sínum stað í vörninni eða ekki á þriðjudaginn.

Sjá einnig:
Gera Króatar 10 breytingar gegn Íslandi?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner