Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. júní 2018 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Valur tók stigin þrjú Kaplakrika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 2 - 4 Valur
0-1 Thelma Björk Einarsdóttir ('16 )
0-2 Crystal Thomas ('40 )
1-2 Jasmín Erla Ingadóttir ('57 )
1-3 Elín Metta Jensen ('66 )
2-3 Hanna Marie Barker ('67 )
2-4 Elín Metta Jensen ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Valur og FH mættust í fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild kvenna og fór leikurinn fram á Kaplakrikavelli.

Valsstelpur náðu forystunni á 16. mínútu þegar einn þeirra besti leikmaður í sumar, Thelma Björk Einarsdóttir skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Gestirnir voru sterkari aðilinn og náðu að bæta við fyrir leikhlé. Crystal Thomas með markið.

Eftir slakan fyrri hálfleik náði FH að minnka muninn í upphafi þess seinni eftir mistök Söndru í marki Vals. Það var fjör í seinni hálfleik og skoraði Elín Metta Jensen fyrir Val á 66. mínútu er hún kláraði frábærlega en aðeins nokkrum sekúndúm síðar minnkaði FH aftur og var þar að verki Hanna Marie Barker, 3-2.

Þetta var alvöru leikur, en það var Valur sem stóð uppi sem sigurvegari. Elín Metta gerði út um leikinn á 88. mínútu með sínu öðru marki í leiknum, 4-2 lokatölur.

Hvað þýða þessi úrslit?
Frábær leikur en Valur er komið á topp deildarinnar í að minnsta kosti klukkutíma eða svo. Valur er með 18 stig eftir sjö leiki. FH er í næst neðsta sæti með þrjú stig.

Beinar textalýsingar:
16:00 Þór/KA 1 - 0 Breiðablik
16:00 ÍBV 0 - 1 Grindavík
Athugasemdir
banner
banner
banner