sun 24. júní 2018 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þjálfari Svíþjóðar: Toivonen skoraði stórkostlegt mark
Mynd: Getty Images
Þýskaland og Svíþjóð mættust í gærkvöldi þar sem Þjóðverjar náðu í sigur en sigurmark þeirra kom í uppbótartíma, markið skoraði Toni Kroos.

Mark Svía skoraði Ola Toivonen í fyrri hálfleik en það mark kom Svíþjóð í 1-0 forystu, Toivonen afgreiddi boltann glæsilega í markið og Janne Andersson landsliðþjálfari Svíþjóðar hrósaði Toivonen eftir leikinn.

„Ola Toivonen er mjög teknískur leikmaður sem skoraði stórkostlegt mark. Hann og Marcus Berg hafa verið að vinna frábært starf sem fremstu menn, þetta var enn einn frábæri landsleikurinn hjá honum. Hann skoraði frábært mark sem var því miður ekki nóg," sagði Janne Andersson.

„Við erum fyrst og fremst svekktir núna að hafa ekki náð í stig. En núna þurfum við að taka því rólega og byrja að hugsa um næsta leik þar sem við ætlum að gera vel. Við eigum enn fína möguleika á að fara áfram," sagði Andersson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner