Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 24. júlí 2014 21:53
Daníel Freyr Jónsson
1. deild: Haukar með góðan sigur á HK
Ásgeir Þór skoraði fyrir Hauka.
Ásgeir Þór skoraði fyrir Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 4 - 1 HK
1-0 Hilmar Geir Eiðsson ('43)
2-0 Ásgeir Þór Ingólfsson ('49)
3-0 Brynjar Benediktsson ('53)
3-1 Andri Geir Alexandersson ('62)
4-1 Andri Gíslason ('92)

Rautt spjald: Andri Steinn Birgisson, Haukar ('79)

Haukar unnu flottan sigur á HK þegar liðin mættust á Schenkervellinum í Hafnarfirði í kvöld. Lokatölur urðu 4-1 þar sem Haukar spiluðu síðustu mínúturnar manni færri.

Staðan var þegar orðin 3-0 á 53. mínútu. Hilmar Geir Eiðsson skoraði mark í fyrri hálfleik, áður en þeir Ásgeir Þór Ingólfsson og Brynjar Benediktsson gerðu sitthvort markið í upphafi síðari hálfleiks.

Andra Geir Alexanderssyni tókst að laga stöðuna fyrir HK á 62. mínútu.

Andri Steinn Birgisson fékk að líta sitt annað gula spjald á 79. mínútu, en þrátt fyrir liðsmuninn tókst leikmönnum Hauka að bæta við fjórða markinu í blálokin sem Andri Gíslason skoraði.

Haukar sitja eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 17 stig og eru fjórum stigum frá HK sem er í 4. sæti.
Athugasemdir
banner
banner