fim 24. júlí 2014 22:08
Daníel Freyr Jónsson
2. deild: Jafnt í botnslagnum á Reykjanesi
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Jón Örvar Arason
Reynir S. og Njarðvík gerðu 1-1 jafntefli í eina leik dagsins í 2. deild Íslandsmótsins.

Um var að ræða mikinn fallbaráttuslag, en liðin sitja í fallsætum deildarinnar og hefur illa gengið hjá þeim í sumar.

Björn Axel Guðjónsson kom Njarðvík yfir á 68. mínútu, en Birkir Freyr Sigurðsson jafnaði metin rúmum 10 mínútum síðar. Aron Örn Reynisson í liði Reynis fékk að lít rautt spjald undir lokin.

Reynir er í 11. sæti með 9 stig eftir leikinn, á meðan Njarðvík er á botninum með einungis 6 stig. Bæði lið hafa spilað 13 leiki.

Reynir S. 1 - 1 Njarðvík
0-1 Björn Axel Guðjónsson ('68)
1-1 Birkir Freyr Sigurðsson ('80)

Rautt spjald: Aron Örn Reynisson, Reynir S. ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner