fim 24. júlí 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Aguirre tekur við Japan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Javier Aguirre hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Japan en þetta var tilkynnt í dag.

Hinn 55 ára gamli Aguirre þjálfaði áður Mexíkó en hann kom liðinu í 16-liða úrslit bæði á HM 2002 og 2010.

Aguirre hefur einnig þjálfað á Spáni þar sem hann hefur stýrt liðum eins og Osasuna, Atletico Madrid, Real Zaragoza og síðast Espanyol.

Japan komst ekki upp úr riðlinum á HM í sumar en frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner