Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 24. júlí 2014 20:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Andy Carroll frá í fjóra mánuði
Meiðslapésinn Andy Carroll.
Meiðslapésinn Andy Carroll.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Andy Carroll, leikmaður West Ham, sér fram á langa fjarrveru utan vallar vegna ökklameiðsla.

Carroll meiddist í æfingabúðum Hamranna á Nýja-Sjálandi. Í ljós hefur komið að Carroll skaddaði liðbönd í ökkla og mun hann gangast undir aðgerð á morgun.

Jack Sullivan, sonur David Sullivan eiganda félagsins, staðfesti þessar fregnir á Twitter-síðu sinni í dag og sagði að Carroll yrði utan vallar í fjóra mánuði.

Carroll lék einungis 15 úrvalsdeildarleiki á síðustu leiktíð. Glímdi hann þá við erfið meiðsli á hæl, en ljóst er að nýju meiðslin eru af allt öðrum toga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner