fim 24. júlí 2014 18:11
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið FH gegn Neman Grodno: Emil og Böddi löpp inn
Emil Pálsson er í fremstu víglínu.
Emil Pálsson er í fremstu víglínu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Framundan er síðari leikur FH og Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri viðureignin ytra fór 1-1 svo FH er í góðri stöðu fyrir þennan seinni leik í Krikanum og ætti að klára verkefnið.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Jonathan Hendrickx fékk rautt spjald í fyrri leiknum og kemur Böðvar Böðvarsson inn í byrjunarliðið. Kristján Gauti Emilsson er farinn til Hollands og er Emil Pálsson í fremstu víglínu. Atli Viðar Björnsson er því á bekknum.

Athygli vekur að Guðjón Árni Antoníusson er skráður á bekkinn en hann er væntanlega bara þarna til að fylla upp í skýrsluna enda á meiðslalistanum.

Byrjunarlið FH:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
5. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson
8. Emil Pálsson
10. Davíð Þór Viðarsson
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ólafur Páll Snorrason
25. Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
2. Sean Michael Reynolds
3. Guðjón Árni Antoníusson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
17. Atli Viðar Björnsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
28. Sigurður Gísli Snorrason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner