fim 24. júlí 2014 21:03
Daníel Freyr Jónsson
Evrópudeildin: FH áfram - Framlengt hjá Stjörnunni
Atli Viðar skoraði annað mark FH.
Atli Viðar skoraði annað mark FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl skoraði fyrsta mark Stjörnunar.
Ólafur Karl skoraði fyrsta mark Stjörnunar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
FH er komið áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir öruggan 2-0 sigur á Neman Grodno frá Hvíta Rússlandi í kvöld.

Atli Guðnason skoraði seint í fyrri hálfleik eftir slæm mistök markvarðar Neman. Atli Viðar Björnsson gerði síðan út um viðureignina og kom FH í 2-0 með glæsilegu marki á 80. mínútu. FH var einfaldlega betra en Neman og var niðurstaðan sanngjörn.

Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og fer FH því samanagt 3-1 áfram og mætir sænska liðinu Elfsborg í næstu umferð.

Þá þarf að grípa til framlengingar á Samsung-vellinum þar sem Stjarnan og Motherwell eigast við. Staðan var 2-2 að loknum 90 mínútum.

Steven Hammell og Lionel Ainsworth gerðu mörk Motherwell í kvöld, en í millitíðinni hafði Ólafur Karl Finsen jafnað metin með marki úr vítaspyrnu. Danska framherjanum Rolf Toft tókst að jafna metin á 85. mínútu með þrumuskoti og varð allt tryllt af fögnuði í Garðabæ.

FH 2 - 0 Neman Grodno
1-0 Atli Guðnason ('42)
2-0 Atli Viðar Björnsson ('80)

Stjarnan 2 - 2 Motherwell
0-1 Steven Hammell ('11)
1-1 Ólafur Karl Finsen ('37, víti)
1-2 Lionel Ainsworth ('66)
2-2 Rolf Toft ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner