Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. júlí 2014 14:36
Elvar Geir Magnússon
Jefferson Montero til Swansea (Staðfest)
Jefferson Montero í leik á HM.
Jefferson Montero í leik á HM.
Mynd: Getty Images
Swansea City hefur gengið frá kaupum á vængmanninum Jefferson Montero frá Morelia í Mexíkó. Montero lék með Ekvador á HM.

Þessi 24 ára leikmaður skrifaði undir samning til fjögurra ára en hann er sjötti leikmaðurinn sem Swansea fær í sumar. Áður höfðu Bafétimbi Gomis, Marvin Emnes, Stephen Kingsley, Lukasz Fabianski og Gylfi Sigurðsson samið við félagið.

Talið er að Montero hafi verið keyptur á um 4 milljónir punda en hann byrjaði alla þrjá leiki Ekvador á HM í Brasilíu. Hann hefur leikið 43 landsleiki.

Hann lék áður með Villarreal og getur spilað á báðum vængjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner