Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. júlí 2014 14:49
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Kristján Hauksson æfir með Fylkismönnum
Kristján Hauksson og Agnar Bragi Magnússon, varnarmenn Fylkis.
Kristján Hauksson og Agnar Bragi Magnússon, varnarmenn Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég reyni að halda áfram að mæta á æfingar og það yrði svo bara bónus að fá að spila eitthvað í deildinni. Ég er ekki í standi til þess núna en ég held að formið verði nokkuð fljótt að koma hjá mér,“ segir varnarmaður Kristján Hauksson í viðtali á Vísi.

Kristján er farinn að æfa á ný með Fylki en hann tók sér hlé frá boltanum vegna anna í læknanámi sínu. Hann lék 16 leiki með Árbæjarliðinu í fyrra.

„Þegar ég fór að mæta á völlinn í sumar kitlaði mikið að byrja aftur. Ég fann svo hvað mér fannst þetta skemmtilegt þegar ég fór á æfingu í gær. Það var mjög gaman að hitta strákana."

Fylkir er í harðri fallbaráttu, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti þegar tólf umferðum er lokið. Liðið mætir FH á sunnudagskvöld.

Sóknarmaðurinn Albert Brynjar Ingason sem gekk í raðir Fylkis á dögunum verður ekki með í þeim leik. Hann kom frá FH og var samkomulag milli félagana að Albert myndi ekki taka þátt í þessum leik.
Athugasemdir
banner
banner