banner
   fim 24. júlí 2014 22:28
Magnús Már Einarsson
Myndband: Mæta trylltir stuðningsmenn Poznan í Garðabæ?
Stuðningsmenn Lech Poznan fagna marki.
Stuðningsmenn Lech Poznan fagna marki.
Mynd: Getty Images
Stjarnan mun mæta Lech Poznan frá Póllandi í 3. umferð í Evrópudeildinni í kjölfarið á sigrinum gegn Motherwell í kvöld.

Stuðningsmenn Lech Poznan eru á meðal þeirra háværustu í Evrópuboltanum en gríðarlega stemning er á heimaleikjum liðsins.

Stuðningsmennirnir fagna meðal annars mörkum með því að hoppa í stúkunni og snúa baki í völlinn en stuðningsmenn Manchester City tóku þennan sið einnig upp eftir leik liðanna í Evrópudeildinni fyrir nokkrum árum.

Hér að neðan má sjá svipmyndir af stuðningsmönnum Lech Poznan en ef þeir mæta á leikinn í Garðabæ verður áhugavert að sjá einvígi þeirra við Silfurskeiðina, stuðningsmannahóp Stjörnunnar.

Stjarnan og Lech Poznan mætast í fyrri leiknum næstkomandi fimmtudag en allar líkur eru á að sá leikur fari fram í Garðabæ. Síðari leikurinn mun þá fara fram í Póllandi viku síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner