Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. júlí 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Reus, Vidal, Lovren og Bertrand til Liverpool?
Powerade
Marco Reus.
Marco Reus.
Mynd: Getty Images
Varane er orðaður við Chelsea.
Varane er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Isco gæti farið til Manchester City.
Isco gæti farið til Manchester City.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er í þykkari kantinum á þessum fína fimmtudegi.



Liverpool ætlar að gera aðra tilraun til að fá Ryan Bertrand vinstri bakvörð Chelsea. (Daily Mail)

Marco Reus, miðjumaður Dortmund, og Dejan Lovren varnarmaður Southampton eru einnig á óskalista Liverpool. (Daily Mirror)

Everton er að kaupa miðjumanninn Muhamed Besic sem lék með Bosníu á HM. (Daily Mirror)

Tottenham er að íhuga tilboð í Ron Vlaar varnarmann Aston Villa en Lewis Holtby og Michael Dawson gætu farið í hina áttina í skiptum. (Daily Mail)

WBA hefur áhuga á Yeltsin Tejeda og Cristian Gamboa sem slógu í gegn með Kosta Ríka á HM. (Daily Express)

Manchester City hefur spurst fyrir um Isco leikmann Real Madrid. (Independent)

Raphael Varane gæti verið á förum frá Real Madrid en Chelsea hefur áhuga á þessum 21 árs gamla varnarmanni. (Independent)

Crsyal Palace vill fá Morgan Amalfitano miðjumann Marseille en hann var í láni hjá WBA á síðasta tímabili. (Sun)

Harry Redknapp, stjóri QPR, vill fá Samuel Eto´o til félagsins. (Daily Mirror)

Davide Astori mun ekki ganga í raðir Tottenham en hann hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Cagliari. (Daily Star)

Liverpool vonast til að krækja í Arturo Vidal miðjumann Juventus á undan Manchester United. (Metro)

Roberto Martinez, stjóri Everton, hefur staðfest að félagið sé að krækja í David Henen framherja Anderlecht. (Talksport)

AC Milan hefur áhuga á Joel Campbell framherja Arsenal. (Talksport)

Borussia Dortmund hefur sagt Manchester United að félagið geti gleymt því að krækja í Mats Hummels. (Daily Express)

Manchester United hefur fengið grænt ljós á að fá Angel Di Maria frá Real Madrid eftir að spænska félagið keypti James Rodriguez. (Caughtoffside.com)

Burnley hefur blandað sér í baráttuna um Troy Deeney framherja Watford en hann kostar tíu milljónir punda. (Daily Mail)

West Ham ætlar að láta miðjumanninn Ravel Morrison fara en hann er ekki í áætlunum Sam Allardyce. (Daily Mirror)

Jose Mourinho hefur sagt markvörðunum Thibaut Courtois og Petr Cech að þeir muni berjast um markvarðarstöðuna í vetur og fái ekki að fara frá félaginu. (Times)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er hættur að leita að nýjum miðjumanni en hann ætlar að treysta á Jack Wilshere. (Daily Mirror)

Joe Cole telur að Roy Hodgson landsliðsþjálfari Englendinga eigi frekar að gera Jordan Hendersson að fyrirliða en Wayne Rooney. (Sun)

James Milner ætlar ekki að fara frá Manchester City en hann ætlar að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. (Guardian)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, mun fá að minnsta kosti átta nýja leikmenn til Liverpool fyrir tímabilið en hann hefur 100 milljónir punda til að eyða. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner