fim 24. júlí 2014 18:00
Daníel Freyr Jónsson
Tevez ætlar ekki að fara frá Juventus
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, leikmaður Juventus, segist ekki hafa hugsað um að yfirgefa félagið í sumar.

Þessi þrítug Argentínumaður skoraði 19 mörk á sinni fyrstu leiktíð með félaginu í vetur. Orðrómur fór hinsvegar af stað um að hann gæti farið frá félaginu eftir að Antonio Conte hætti sem þjálfari þess í sumar.

,,Ég er bara leikmaður og stjórnin þarf ekki að spurja mig um þessi stjóramál," sagði Tevez.

,,Mér finnst að fjölmiðlar ættu að sýna meiri virðingu þegar þeir skrifa svona hluti. Einungis þeir sem vilja skaða Juventus gera þetta."

,,Að fara frá Juventus kom aldrei upp í huga mér. Ég er á þriggja ára samningi og ég vill virða hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner