Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. júlí 2014 12:01
Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Már í Víking Ó. (Staðfest)
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík hefur fengið Þorstein Má Ragnarsson til liðs við sig á láni frá KR.

Þorsteinn hefur einungis byrjað tvo leiki í liði KR á þessari leiktíð en hann hefur samt sem áður komið við sögu í níu leikjum.

Þorsteinn er uppalinn hjá Víkingi Ólafsvík en hann spilaði þar áður en KR fékk hann eftir magnaða frammistöðu hans í 1. deildinni árið 2011 þar sem hann gerði 6 mörk í 18 leikjum.

Árið áður skoraði Þorsteinn 18 mörk þegar Víkingur Ólafsvík tapaði ekki leik í 2. deildinni.

Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir Víkinga sem eru í sjötta sæti 1. deildar með 19 stig, tveimur stigum frá ÍA sem er í öðru sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner