Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 24. júlí 2014 09:30
Grímur Már Þórólfsson
Van Gaal með stórsigur í fyrsta leik
Herrera var valinn maður leiksins
Herrera var valinn maður leiksins
Mynd: Getty Images
Manchester United spilaði sinn fyrsta leik undir stjórn hollendingsins Louis Van Gaal í nótt. Liðið mætti LA Galaxy og fór liðið á kostum. Van Gaal stillti upp í 3-5-2 en Van Gaal ætlar sér að láta liðið spila þá taktík með 4-3-3 sem varaplan.

Nýju mennirnir Luke Shaw og Ander Herrera byrjuðu leikinn en sá síðarnefndi átti stórleik og var valinn maður leiksins. Þá bar Darren Fletcher fyrirliðabandið.

Leikurinn endaði með 7-0 sigri Man Utd. Staðan var 3-0 í hálfleik þar sem Welbeck kom þeim rauðklæddu yfir og Wayne Rooney bætti svo við tveimur mörkum. Í seinni hálfleik voru það svo varamennirnir Ashley Young og Reece James sem sáu um markaskorunina og skoruðu báðir tvö mörk.

Van Gaal gerði þá níu breytingar í hálfleik en einungis Fletcher og Herrera spiluðu allan leikinn, aðrir einungis hálfleik.

Uppstillingin í fyrri hálfleik var eftirfarandi (3-5-2): De Gea; Smalling, Jones, Evans, Valencia, Fletcher, Herrera, Shaw, Mata; Rooney, Welbeck.

Í seinni hálfleik var hún svo (5-3-2): Lindegaard; Rafael, M. Keane, Fletcher, Blackett, James, Herrera, Cleverley, Kagawa, Young, Nani.

Man Utd 7-0 LA Galaxy
1-0 Danny Welbeck (´13)
2-0 Wayne Rooney (´víti 42)
3-0 Wayne Rooney (´45+1)
4-0 Reece James (´62)
5-0 Reece James (´84)
6-0 Ashley Young (´88)
7-0 Ashley.Young (´90)
Athugasemdir
banner
banner