Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 24. júlí 2014 10:24
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Kolbeins og QPR að sigla í strand?
Kolbeinn í leik gegn Króatíu.
Kolbeinn í leik gegn Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
West London Sport segir að Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, sé farinn að skoða aðra kosti en erfiðlega gengur að semja við íslenska landsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson.

Kolbeinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Ajax en hollensku meistararnir komust að samkomulagi við QPR um kaupverð á honum.

Eitthvað hefur borið á milli þegar kemur að því að ræða kaup og kjör en Andri Sigþórsson, umboðsmaður og bróðir Kolbeins, hefur séð um viðræðurnar.

„Þetta hefur reynst erfitt en gæti enn gerst," segir Redknapp sem einnig er sagður vera að horfa til Troy Deeney sem skoraði 25 mörk fyrir Watford á síðasta tímabili.

QPR er nýliði í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner