Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. júlí 2015 16:28
Magnús Már Einarsson
Þrír íslenskir strákar spila með Norwich á Rey Cup
Ísak, Karl Viðar og Kristinn.
Ísak, Karl Viðar og Kristinn.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Enska félagið Norwich tekur þátt í 3. flokks keppninni á Rey Cup í Laugardalnum þessa dagana.

Þrír íslenskir leikmenn eru á reynslu hjá Norwich á meðan á mótinu stendur.

Um er að ræða þá Karl Viðar Magnússon og Kristinn Pétursson úr Haukum sem og Ísak Snær Þorvaldsson úr Aftureldingu.

Karl Viðar og Kristinn eru fæddir árið 1999 og eru því á eldra ári í 3. flokki. Ísak er aftur á móti fæddur árið 2001 og er ennþá gjaldgengur í 4. flokk en hann fór í vor út til Englands á reynslu hjá Norwich.

Darren Huckerby, fyrrum framherji Norwch og fleiri félaga á Englandi, þjálfar 3. flokk Norwich og hann hefur verið ánægður með íslensku strákana.

„Þeir hafa staðið sig nokkuð vel hingað til en við höfum bara séð þá í 2-3 daga," sagði Huckerby við Fótbolta.net í dag.

„Ísak hefur komið áður til okkar á reynslu. Við vitum að þeir hafa hæfileika og vonandi hjálpa þeir liðinu að verða betra."

Huckerby verður í lengra viðtali á Fótbolta.net síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner