Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júlí 2016 18:05
Arnar Geir Halldórsson
Noregur: Innkoma Arons breytti gangi mála
Aron kom inn af bekknum
Aron kom inn af bekknum
Mynd: Vefur Tromsö - Nils Jarle Sætre
Aron Sigurðarson hóf leik á bekknum hjá Tromsö í dag þegar liðið fékk Stabæk í heimsókn. Gestirnir voru 2-0 yfir þegar Aron kom inn af bekknum á 70.mínútu. Óhætt er að segja að innkoma Arons hafi fært sóknarleik Tromsö nýtt líf því leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Á sama tíma lék Björn Daníel Sverrisson allan leikinn fyrir Viking þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Odds en Patrick Pedersen, fyrrum framherji Vals, skoraði jöfnunarmark Viking í uppbótartíma.

Þá var einn Íslendingaslagur í norska boltanum í dag þegar Guðmundur Kristjánsson og félagar í Start fengu Elías Má Ómarsson og félaga í Valerenga í heimsókn. Guðmundur lék allan leikinn en Elías Már sat allan tímann á bekknum í 4-2 sigri Valerenga.

Úrslit dagsins

Start 2-4 Valerenga

Odds 2-2 Viking

Sogndal 2-2 Bodö/Glimt

Tromsö 2-2 Stabæk
Athugasemdir
banner
banner
banner