Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 24. júlí 2016 22:44
Gunnar Birgisson
Rúnar Páll: Fannst þetta vera aukaspyrna
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við kláruðum þetta á seiglunni," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir dramatískan 2-1 sigur á Fylki í kvöld.

Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvívegis undir lokin og tryggði Stjörnunni sigur.

„Þetta var erfitt í dag. Fylkismenn voru öflugir og spiluðu varnarleikinn feykilega vel. Við fundum litlar sem engar glufur. Þetta er sætt fyrir okkur en sárt fyrir þá að fá tvö mörk á sig í lokin," sagði Rúnar

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Stjarnan

Hilmar Árni jafnaði úr aukaspyrnu en Fylkismenn voru afar ósáttir með þann dóm hjá Valdimari Pálssyni.

„Mér fannst þetta vera aukaspyrna. Það er alveg klárt. Dómarinn átti kannski ekki sinn besta leik. Línan hans var svolítið teygð. Hann dæmdi á eitt en síðan kom alveg eins brot og þá dæmdi hann ekki. Þeir geta verið fúlir yfir dómgæslunni eins og við."

Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, hefur ekki skorað síðan 12. maí. Er það áhyggjuefni'

„Það er ekki áhyggjuefni. Fyrir þessa umferð höfðum við skorað næstflest mörkin í deildinni. Það er dreifð markaskorun og Guðjón vinnur feykilega vel fyrir liðið. Það er hans styrkleiki. Ef aðrir skora þá skiptir það ekki máli. Guðjón er öflugur leikmaður og góður í sínu hlutverki."

Jeppe Hansen fór í KR á dögunum en Rúnar reiknar ekki með liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar.

„Við sjáum hvernig það fer. Við erum með öflugan hóp og það eru engar pælingar í að styrkja okkur eitthvað frekar," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner