Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 24. júlí 2016 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn besta lið síðustu sex umferða
ÍA hefur verið að gera frábæra hluti í Pepsi-deildinni í síðustu umferðum.
ÍA hefur verið að gera frábæra hluti í Pepsi-deildinni í síðustu umferðum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Gunnlaugur Jónsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið ÍA í undanförnum umferðum og liðið er á hraðri siglinu upp töfluna, eru með 16 stig í 6. sæti eftir fjóra sigurleiki í röð.

Ef sett væri upp stöðutafla úr deildinni bara fyrir síðustu 6 umferðir kæmi í ljós að Skagamenn væru á toppi deildarinnar.

Í þeim umferðum hefur liðið náð í 12 stig, jafnmörg og FH, og með 3 stig í plús eins og FH en hafa skorað 11 mörk á meðan FH hefur skorað 7 og tækju toppsætið þannig.

Töfluna fyrir síðustu sex umferðir má sjá hér að neðan og svo enn neðar raunverulega stöðutöflu deildarinnar þegar mótið er hálfnað en 12. umferð hefst í dag með 5 leikjum. ÍA tekur þá á móti ÍBV.

Staðan í síðustu 6 umferðum
1. ÍA - 12 stig, 3 mörk í plús
2. FH - 12 stig, 3 mörk í plús
3. Breiðablik - 10 stig, 5 mörk í plús
4. Fjölnir- 10 stig, 4 mörk í plús
5. Víkingur R - 10 stig, 3 mörk í plús
6. Stjarnan - 9 stig, 3 mörk í mínus
7. Víkingur Ó - 8 stig, 1 mark í mínus
8. KR - 7 stig, 0 mörk
9. Valur - 7 stig, 0 mörk
10. Fylkir - 7 stig, 1 mark í mínus
11. ÍBV - 7 stig, 2 mörk í mínus
12. Þróttur R, 3 stig, 11 mörk í mínus
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner