Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. júlí 2016 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Topplið ekki með færri stig eftir 11 umferðir síðan 2004
FH er á toppi Pepsi-deildarinnar.
FH er á toppi Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH varð Íslandsmeistari 2004.
FH varð Íslandsmeistari 2004.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
FH trónir á toppi Pepsi-deildar karla þegar mótið er hálfnað með 22 stig en keppni í deildinni þetta árið er mjög jöfn og ljóst að mörg lið munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

FH hefur fengið 22 stig úr umferðunum 11 eftir 6 sigurleiki, 4 jafntefli og eitt tap. Þetta er minnsta stigasöfnun toppliðs eftir 11 umferðir síðan árið 2004 sem er fyrsta árið sem FH vann Íslandsmeistartitilinn.

Þeir voru þá á toppnum með 20 stig eftir 5 sigurleiki, 5 jafntefli og eitt tap. Það árið voru þó aðeins 10 lið í deildinni og mótið því rúmlega hálfnað eftir 11 umferðir.

Besta frammistaða toppliðs eftir 11 umferðir var árið 2005 en þá hafði FH unnið alla leiki sína og var með 33 stig.

Árangur toppliðs eftir 11 umferðir
Ár, lið, U-J-T: Stig
2016 FH: 6-4-1: 22
2015 FH: 7-3-1: 24
2014 FH: 7-4-0: 25
2013 KR: 8-1-1: 25 (FH: 7-2-2: 23)
2012 KR: 7-2-2: 23 (FH: 7-2-2: 23)
2011 KR: 7-3-0: 24 (FH: 4-4-3: 16)
2010 Breiðablik: 7-2-2: 23 (FH 5-3-3: 18)
2009 FH: 10-0-1: 30
2008 Keflavík: 8-1-2: 25 (FH 7-1-3: 22)
2007 FH: 8-2-1: 26
2006 FH: 8-2-1: 26
2005 FH: 11-0-0: 33
2004 FH: 5-5-1: 20
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner