Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 24. júlí 2016 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. væri í fallsæti ef flautað væri af í hálfleik
Víkingur Ólafsvík er með það á hreinu að það þarf að halda einbeitingu í 90 mínútur og það skilar þeim toppbaráttu í Pepsi-deildinni þegar mótið er hálfnað.
Víkingur Ólafsvík er með það á hreinu að það þarf að halda einbeitingu í 90 mínútur og það skilar þeim toppbaráttu í Pepsi-deildinni þegar mótið er hálfnað.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það getur stundum verið athyglisvert að rýna í tölfræðina í boltanum og nú þegar Pepsi-deild karla er hálfnuð, 11 umferðum er lokið, er tilefni til.

Þá kemur líka eitt og annað í ljós en eitt af því er þegar skoðuð er stöðutafla mótsins ef flautað væri af í hálfleik.

FH væri áfram toppliðið með 22 stig þó staðan væri þannig en það sem vekur mesta athygli er spútnik lið Víkings frá Ólafsvík.

Þeir eru í 5. sæti deildarinnar með 18 stig þegar mótið er hálfnað og aðeins stigi frá Fjölni og Breiðabliki sem eru í 3. og 4. sæti.

Ef flautað hefði verið af í hálfleik væru þeir hinsvegar í fallsæti með 10 stig en liðið er gríðarlega öflugt á síðasta hluta leikja.

Ólsarar hafa skorað 16 mörk í sumar en helmingur markanna hafa komið á 75. - 90. mínútu leikjanna.

Hálfleiks taflan
1. FH - 22 stig
2. Stjarnan - 18 stig
3. Víkingur R - 17 stig
4. ÍA - 16 stig
5. Valur - 15 stig
6. Breiðablik - 15 stig
7. Fjölnir - 15 stig
8. KR - 13 stig
9. ÍBV - 12 stig
10. Þróttur - 11 stig
11. Víkingur Ó - 10 stig
12. Fylkir - 7 stig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner